Styrktar- og hreyfifærninámskeið

Handboltaþrek
Handboltaþrek

Í júlí verður haldið styrktar- og hreyfifærninámskeið fyrir krakka fædda 2004-2007 í Hleðsluhöllinni.  Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri.

Yfirþjálfari er Rúnar Hjálmarsson og honum til aðstoðar verður Sólveig Erla Oddsdóttir leikmaður Selfoss.

Á námskeiðinu mun Rúnar fara með krakkana í alhliða styrktar- og liðleikaþjálfun og vinna í fyrirbyggjandi styrktaræfingum.  Einnig verður farið í grunnatriðin í ólympískum lyftingum, þar verður farið yfir tæknina og krökkunum kennd fyrstu skrefin.  Sömuleiðis verður haldinn fyrirlestur um svefn og mataræði tengt æfingum og keppni.

 

Alls verða þetta 9 æfingar (2 klst.)

  • Dags:  8. júlí – 27. Júlí
  • Dagar:  Mán, þri, lau
  • Tími:  16:00-18:00 (lau 10:00-12:00)

Fyrirlestur verður laugardaginn 20. júlí kl. 12-13:30 í Hleðsluhöllinni og eiga foreldrar/forráðamenn að mæta með iðkendum.

Námskeiðsgjald er 13.500 krónur og er skráning hjá Rúnari: runarhjalmarsson@gmail.com eða í síma 848-1947, fyrir kl. 23:00 þann 6.júlí.


Mynd: Rúnar og Sólveig Erla ætla að kynna krökkunum fyrir þreksalnum

Umf. Selfoss / ÁÞG