Sumarnámskeið Sunddeildar

Sundnámskeið í júní 011
Sundnámskeið í júní 011

Sunddeild Umf. Selfoss heldur sumarnámskeið í sundi í eina eða tvær vikur í júní og/eða í ágúst.

Tímasetningar á námskeiðinu fara eftir því hvenær viðgerðum á innilaug lýkur. Námskeiðið gæti orðið á tímabilinu 16.–30. júní og/eða 11.–21. ágúst. Ef ekki verður hægt að hafa námskeið í júní verður reynt að hafa námskeið í ágúst. Skráningu lýkur 10. júní.

Kennt verður fyrir hádegi einu sinni á dag alla virka daga í níu skipti. Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2009 og eldri. Börnin koma ofan í laugina án foreldra (nema ástæða sé til annars). Sérstök athygli er vakin á að það er hópur í boði fyrir börn sem eru byrjuð í skóla og vilja/þurfa að bæta sundkunnáttuna.

Á námskeiðinu er áherslan á að börnin verði örugg með sig, njóti sín í vatninu og geti náð undirstöðunni í sundi.

Kennari á námskeiðinu verður Guðbjörg H. Bjarnadóttir íþróttakennari sem kennt hefur sund í fjölda ára.

Skráning fer fram á guggahb@simnet.is og í s: 848-1626. Í skráningu þarf að koma fram fullt nafn barns og fæðingardagur. Nafn foreldris, farsímanúmer og
tölvupóstfang. Einnig upplýsingar um hvort barnið er óhrætt og öruggt með sig í vatni og geti fleytt sér kútlaust eða hvort barnið er óöruggt og kafar ekki/lítið.

Námskeiðið fer fram í innilaug sundhallar Selfoss. Námskeiðsgjaldið er 11.500 kr. (fyrir 9 tíma) en ef annað systkini kemur líka greiðir seinna barnið 10.000 kr.

Tímasetningar gætu breyst vegna framkvæmda á innilaug Sundhallar Selfoss.