Sumarnámskeið Umf. Selfoss

Á vegum Umf. Selfoss er boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið fyrir hressa krakka á öllum aldri í sumar.

Börn sem eru fædd á árunum 2004-2009 stendur til boða að skrá sig í íþrótta- og útivistarklúbbur Umf. Selfoss sem rekinn er í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.
Hér má finna upplýsingar um íþrótta- og útivistarklúbbinn.

Á vegum Fimleikadeildar er boðið upp á fimm vikulöng sumarnámskeið og hefst fyrst námskeiðið þriðjudaginn 10. júní.
Hér má finna upplýsingar um sumarnámskeið Fimleikadeildar.

Frjálsíþróttadeildin, í samvinnu við UMFÍ og HSK, stendur fyrir Frjálsíþróttaskóla á Selfossi 14. - 18. júlí.
Hér má finna upplýsingar um Frjálsíþróttaskólann.

Handknattleiksdeildin opnar Handboltaskóla Umf. Selfoss í tvær vikur í sumar frá þriðudegi 10. júní til föstudags 20. júní.
Hér má finna upplýsingar um Handboltaskóla Umf. Selfoss.

Á vegum Knattspyrnudeildar verður rekinn Knattspyrnuskóli Umf. Selfoss sem býður upp á þrjú tveggja vikna námskeið.
Hér má finna upplýsingar um Knattspyrnuskóla Umf. Selfoss.

Sunddeildin býður upp á sundnámskeið í eina eða tvær vikur í júní og ágúst.
Hér má finna upplýsingar um sumarnámskeið Sunddeildar.