Sveit Selfoss í öðru sæti

Skák
Skák

Héraðsmót HSK í sveitakeppni í skák var haldið í Fischer-setrinu á Selfossi 27. nóvember sl. Tefldar voru atskákir og skipuðu fjórir einstaklingar hverja sveit, óháð aldri eða kyni.

Fimm sveitir mætti til leiks og lið Umf. Ásahrepps stóð uppi sem sigurvegari með 12,5 vinninga af 16 mögulegum. Þetta er í fyrsta skipti sem lið félagsins vinnur HSK meistaratitil í skák.

Sveit Umf. Selfoss hafnaði í öðru sæti en hana skipuðu Magnús Matthíasson, Ingimundur Sigurmundsson og Erlingur Atli Pálmarsson auk tveggja efnilegra drengja austan að Hellu sem heita Heiðar Óli og Almar og mönnuðu fjórða borðið í sameiningu. Nokkur vandræði sköpuðust við að manna fjórða borðið því nokkrir liðsmenn Umf. Selfoss höfðu skyndilega minnst uppruna síns og gengið til liðs við sveitir austan úr byggðum.

Skákæfingar fara fram á Selfossi alla miðvikudaga kl 19:30 í Fischer-setrinu og það eru alltaf allir velkomnir.

Úrslit í sveitakeppni HSK:
Umf. Ásahrepps – Umf. Hekla     3 – 1
Umf. Gnúpverja – Umf. Selfoss     1,5 – 2,5
Umf. Ásahrepps – Íþr.f. Dímon     3 – 1
Umf. Hekla - Umf. Gnúpverja     2 – 2
Umf. Ásahrepps - Umf. Gnúpverja     3,5 – 0,5
Umf. Selfoss - Íþr.f. Dímon     3,5 – 0,5
Umf. Ásahrepps – Umf. Selfoss     3 – 1
Umf. Hekla - Íþr.f. Dímon     2 – 2
Umf. Selfoss - Umf. Hekla     4 – 0
Íþr.f. Dímon - Umf. Gnúpverja     0 – 4

Lokastaðan:
1. Umf. Ásahrepps   12,5 vinningar
2. Umf. Selfoss               11 vinningar
3. Umf. Gnúpverja         8 vinningar
4. Umf. Hekla                   5 vinningar
5. Íþr.f. Dímon             3,5 vinningar