Sverrir áfram innan herbúða Selfoss

Sverrir júní19
Sverrir júní19

Sverrir Pálsson mun spila áfram með Selfoss en Sverrir framlengdi á dögunum við handknattleiksdeildina til tveggja ára. 

Sverrir er einn af þeim leikmönnum sem kom Selfoss upp um deild á sínum tíma og hefur verið lykilmaður í vörn síðan. Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Sverrir hafi samið við Selfoss, það verður spennandi að fylgjast með honum sem og liðinu öllu í vetur undir handleiðslu nýráðins þjálfara, Gríms Hergeirssonar.


Mynd: Sverrir ásamt Þóri Haraldssyni formanni deildarinnar
Umf. Selfoss / ÁÞG