Sverrir valinn í u-19 landslið Íslands

Sverrir Pálsson leikmaður Selfoss var á dögunum valinn í u-19 ára landslið Íslands í handbolta sem spilar þessa dagana á European Open sem fram fer í Gautaborg. European Open er leikið samhliða Partille Cup þar sem Selfoss á einnig glæsilega þáttakendur.

Þegar þetta er ritað hefur íslenska liðið leikið tvo leiki í mótinu, þeir töpuðu fyrsta leiknum gegn Austurríki 17-15 en unnu svo Ísrael 24-15. Á morgun eiga strákarnir svo leik gegn Norðmönnum.