Tap gegn Haukum í Hleðsluhöllinni

Elvar Örn Jónsson
Elvar Örn Jónsson

Selfoss mætti Haukum í troðfullri Hleðsluhöll í Olísdeildinni í kvöld, uppselt var á leikinn og þurfti að vísa fólki frá. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Hauka, 27-29.

Leikurinn var meira og minna í járnum og aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum. Selfoss var betri aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 15-13, Selfyssingum í vil. Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu að jafna í 16-16, jafnt var á liðunum allt þar til Haukar komust tveimur mörkum yfir, 24-26. Selfyssingar tóku nokkra sénsa í lokin en Haukarnir reyndust sterkari aðilinn þegar uppi var staðið. Lokatölur 27-29. 

Selfoss er því áfram í öðru sæti með 28 stig, þremur stigum á eftir Haukum, sem eru með 31 stig og innbyrðis á Selfoss.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 9/3, Árni Steinn Steinþórsson 5, Haukur Þrastarson 5, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hergeir Grímsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2 og Alexander Már Egan 1

Varin skot: Sölvi Ólafsson 7 (28%) og Pawel Kiepulski 5 (22%)

Nánar er fjallað um leikinn á Mbl.is og Vísir.isLeikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur er á laugardaginn eftir viku, gegn Fram í Reykjavík.


Mynd: Elvar Örn var öflugur í sókninni í kvöld með 9 mörk.