Tap gegn Íslandsmeisturunum

pepsi max
pepsi max

Selfoss tapaði á útivelli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardag.

Breiðablik marði lið Selfoss. Selfoss fékk kjörið tækifæri til að komast yfir á 19. mínútu er Brenna Lovera steig á vítapunktinn. Markvörður Breiðabliks sá hins vegar við henni.

Fyrsta mark leiksins kom á 77. mínútu en þá skoruðu Blikar úr víti. Forystan entist í aðeins tvær mínútur en Bergrós Ásgeirsdóttir jafnaði þá metin fyrir Selfoss. Tveimur mínútum síðar skoruðu Blikar sigurmark leiksins. Lokatölur, 2-1.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Eftir tólf leiki er Selfoss þriðja sæti með 18 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni í Garðabæ á miðvikudag kl. 19:15.