Tap í lokaleiknum gegn KF

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfyssingar lutu í gras gegn fallliði KF á Selfossvelli á laugardag. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna voru það gestirnir sem fögnuðu óvæntum 2-3 sigri. Það voru þeir Andy Pew á 55. mínútu og Javier Zurbano úr víti á 73. mínútu sem skoruðu mörk Selfyssinga í leiknum. Spænski gammurinn var iðinn við markaskorun í sumar og endaði sumarið næst markahæstur í 1. deildinni með 11 mörk.

Selfoss lauk leik í 1. deildinni með 27 stig í 8. sæti. Þrátt fyrir ákveðin vonbrigði með stöðu liðsins í deildinni hefur sumarið verið afar lærdómsríkt þar sem margir ungir og efnilegir strákar hafa fengið tækifæri með meistaraflokki. Framtíðin er björt á Selfossi.

Gummi Kalli var á vellinum gerði leiknum góð skil á Sunnlenska.is.