Thelma Björk með þrjú HSK met

IMG_1279
IMG_1279

Thelma Björk Einarsdóttir er í góðum gír þessa dagana og bætir sig stöðugt í kastgreinunum. Á Vormóti ÍR þann 12. júní kastaði hún 4 kg sleggjunni 35,30 m og bætti eigið HSK met í flokki 16-17 ára um rúma 5 metra. Þessi árangur er einnig HSK met í flokki 18-19 ára. Thelma Björk er einungis 58 cm frá Selfossmeti Evu Sonju Schiöth í kvennaflokki.

Thelma Björk tók þátt í kastmóti FH sem haldið var þann 25. júní og kastaði hún 3 kg  sleggjunni 37,84 m. Með þeim árangri bætti hún eigið HSK met í flokki 16-17 ára um rúma 3  metra.  Thelma Björk kastaði 1 kg kringlunni  31,55 m og bætti sinn besta árangur um tæpa 2 metra á sama móti.

Gaman verður að sjá Thelmu Björk í keppni meðal bestu kastara landsins á Landsmóti UMFÍ um aðra helgi en þar verður hún á heimavelli.