Þjálfunaraðferðir þolþjálfunar - Fyrirlestur

friskir_floamenn
friskir_floamenn

Þriðjudaginn 20. mars nk. halda Frískir Flóamenn fyrirlestur í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss klukkan 20:00. Fyrirlesari er Erlingur S. Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands og Íslandsmethafi 800 metra hlaupi.

Fyrirlesturinn ber heitið Þjálfunaraðferðir þolþjálfunar – ákefð og magn þjálfunar. Farið verður í gegnum mismunadi aðferðir þolþjálfunar, mikilvægi skipulags ólíkra þjálfunarþátta og uppröðun þeirra í stærra samhengi. Skoða verður hvernig hlauparar geta stjórnað ákefð og álagi á einstökum æfingum og yfir lengra tímabili. Sérstök áhersla verður á að skoða tengsl ákefðar og magn þjálfunar á mismunandi tímabilum til dæmis á undirbúnings- og keppnistímabili.

Það er frítt inn og allir velkomnir.