Þrenn gullverðlaun á fyrri degi haustmóts í hópfimleikum

selfoss2
selfoss2

Haustmótið í hópfimleikum fór vel af stað í dag en keppt var í 4. flokki og 3. flokki kvenna og karlaflokki yngri. Selfyssingar stóðu sig vel á heimavelli og sópuðu til sín gullverðlaunum.

Í 4. flokki kvenna sigraði Selfoss 1 í A-deild með 35,599 stig og Selfoss 2 varð í öðru sæti í B-deild með 26,499 stig. Selfoss 3 varð í sjötta sæti í B-deild.

Í 3. flokki kvena sigruðu Selfoss 1 í A-deild með 40,633 stig og Selfoss 2 urðu í áttunda sæti í B-deild með 29,799 stig.

Í yngri flokki drengja kepptu þrjú lið og sigraði Selfoss með samtals 28,066 stig.

Aldeilis góð byrjun á vetrinum hjá krökkunum og það verður gaman að fylgjast með morgundeginum þegar 2. flokkur kvenna mætir til keppni ásamt eldri flokki drengja.

Haustmótið í ár er með fjölmennara móti en alls eru 52 lið mætt til keppni. Árið 2013 mættu 32 lið til keppni svo aukningin á milli ára er rúm 60%. Í 4. flokki kvenna voru 14 lið mætt til keppni, í 3. flokk kvenna voru 17 lið mætt til keppni og í yngri flokki karla mættu þrjú lið til keppni.

Úrslit dagsins

Keppni morgundagsins hefst klukkan 10:15.

---

Meðfylgjandi eru myndir af keppendum Selfyssinga í dag.