Þriðji flokkur kvenna í Höllina

3.fl.kvk..
3.fl.kvk..

Það var ekki bara meistaraflokkur kvenna sem gerði góða ferð norður á Akureyri um helgina. Þriðja flokkur kvenna sigraði KA/Þór í undanúrslitum í bikar með einu marki 20-21, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 11-12. Þær eru því komnar í úrslitaleikinn sem fram fer í Laugardalshöllinni, 1. mars n.k. en yngri flokkar spila úrslitaleiki sína sömu helgi og Final Four helgin er í Coca Cola bikarnum.

Frábær árangur hjá stelpunum en leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Nokkur fjöldi Selfyssinga var í stúkunni sem hvatti stelpurnar áfram í baráttunni.

Mynd: Hulda Dís, Harpa Sólveig og Katrín Ósk kátar eftir leik /Brynjar Örn

Ljósmyndari Fimmeinn.is var á staðnum og tók myndir sem má sjá hér /Jón Óskar Leifsson