Tveir sigrar á Vormóti ÍR

Vormót ÍR
Vormót ÍR

Vormót ÍR fór fram á Laugardalsvelli 25.júní.  Þrír keppendur frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í mótinu og stóðu sig með miklum ágætum.  Eva María Baldursdóttir sigraði hástökk í kvennaflokki með því að stökkva léttilega yfir 1.70m og hún reyndi síðan við 1.76m og átti fínar tilraunir. Eva María er búin að eiga frábært tímabil í hástökki það sem af er sumri og spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá henni.  Hjalti Snær Helgason sigraði spjótkast 17 ára og yngri með því að kasta spjótinu 48.00m og vann mjög sannfærandi sigur.  Fjóla Signý Hannesdóttir vann til silfurverðlauna í 400m grindahlaupi á tímanum 63,52sek, tók hlaupið sem góða æfingu og ætlar sér síðan sigur á Meistaramóti Íslands.  Í lokin fengu allir keppendur og starfsmenn grillaðar pylsur en löng hefð er fyrir því á Vormóti ÍR.

Á myndinni sem fylgir eru þau Hjalti Snær Helgason og Eva María Baldursdóttir