Umf. Selfoss auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmennafélag Selfoss auglýsir eftir framkvæmdastjóra, fyrir félagið.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins, innleiðir stefnu og eftirfylgni með þeim.
Framkvæmdastjóri er yfirmaður starfmanna félagsins, skilgreinir hlutverk þeirra og ábyrgð, í samstarfi við framkvæmdastjórn.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að starfsemin sé skilvirk og hagkvæm og umgjörð og stuðningur við iðkendur og annarra hagsmunaaðila sé í samræmi við stefnu Ungmennafélags Selfoss.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á allri starfsemi félagsins, rekstri og fjármálum.
  • Innleiðing stefnu, eftirfylgni með henni og ákvörðunum stjórnar.
  • Markmiðasetning og eftirfylgni.
  • Gerð rekstraráætlana og eftirfylgni með þeim.
  • Stuðlar að upbyggingu jákvæðrar menningar með jafnrétti, ábyrgð og gleði að
  • leiðarljósi
  • Annast mannauðsmál, samskipti við stjórnir deild, starfsmenn þeirra og sjálfboðaliða félagsins
  • Samskipti við sérsambönd og opinbera aðila.
  • Umsjón stjórnarfunda.
  • Tryggir skilvirka upplýsingagjöf.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða umfangsmikil reynsla af sambærilegu starfi
  • Hæfni í samskiptum og leiðtogahæfileikar
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum
  • Frumkvæði, áræðni og jákvætt viðhorf
  • Reynsla og þekking á íþróttastarfsemi og rekstri innan íþróttahreyfingarinnar er æskileg.

Einkunnarorð félagsins eru: Gleði - Virðing - Fagmennska

Sótt er um starfið á vefnum Alfreð