UMFÍ | Viltu koma í partý?

party-mynd
party-mynd

Ertu með hugmynd hvernig hægt er að fá fleiri til þátttöku? Hvernig forvarnaverkefni myndir þú taka mark á? Finnst þér félagið þitt starfa á nútímalegan hátt?

Ungmennaráð UMFÍ býður í umræðupartý föstudaginn 3. febrúar kl. 17:00 – 20:00 í þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Umræðupartý UMFÍ á fésbókinni

Ungmennaráð UMFÍ sér um að stýra stuðinu. Til þess að poppa partýið upp verður brugðið á leik þar sem heppnir þátttakendur geta unnið glæsileg verðlaun frá 66°Norður. Partýinu lýkur svo á hamborgaraveislu á Hard Rock veitingastað.

Það kostar ekkert að taka þátt. Evrópa unga fólksins styrkir partýið þannig að hægt er að fá styrk fyrir ferðakostnaði.

Ekki hika - skráðu þig strax í dag og komdu þínum skoðunum á framfæri. Skráningafrestur er til 1. febrúar nk.

Ungt fólk á aldrinum 16 – 30 ára er sérstaklega hvatt til þátttöku. Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru jafnframt hvattir til þátttöku og eiga samtal við yngri kynslóðina.

Ungmennaráð UMFÍ hlakkar til þess að hitta þig og ungmenni frá þínu félagi. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er um að gera að slá á þráðinn í síma 568 2929 eða senda línu á netfangið ragnheidur@umfi.is.