Ungmennaþing KSÍ

Síðastliðinn sunnudag fór í fyrsta sinn fram ungmennaþing KSÍ  þar sem 60 ungmenni frá 18 félögum tóku þátt. 

Þingið var haldið í samstarfi við nema í tómstunda- og félagsfræði við Háskóla Íslands og var hr. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands sérstakur gestur. 

"Markmið þingsins er að gefa ungmennum landsins sem spila fótbolta rödd með stofnun ungmennaráðs"

Fulltrúar knattspyrnudeildar Selfoss voru þau Hjalti Magnússon, Ásta B. Óskarsdóttir, Sóldís Malla Steinarsdóttir og Karen Rós Torfadóttir. Við erum virkilega stolt af þessum frambærilegu fulltrúum knattspyrnunna á Selfossi og þeirra framlagi á þinginu!