Ungu stelpurnar semja við Selfoss

3.fl stúlkur - samningur
3.fl stúlkur - samningur

Á dögunum endurnýjuðu sex stúlkur úr 3.flokk samninga sína við Selfoss til tveggja ára. Það eru þær Sigríður Lilja Sigurðardóttir, Elín Krista Sigurðardóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Agnes Sigurðardóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir. Þær voru allar viðloðandi meistaraflokk að einhverju leyti í fyrra og munu verða það áfram í vetur. Við getum verið stolt að því að meistaraflokkur kvenna er skipað ungu og efnilegu liði, nánast eingöngu af heimamönnum. Á myndina vantar Sólveigu Erlu.