Upphitun á Hótel Selfoss

Knattspyrna Blaðamannafundur KSÍ 018
Knattspyrna Blaðamannafundur KSÍ 018

Það verður heilmikil dagskrá í tilefni af bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar laugardaginn 30. ágúst.

Upphitun hefst á Hótel Selfoss kl. 11 þegar kveikt verður á grillinu. Þar verður hægt að versla hamborgara á kr. 500, svaladrykkur á kr. 100, gos á kr. 200 auk þess sem það er gleðistund (happy hour) á öli. Í hótelgarðinum verða hoppukastalar, andlitsmálun og vörur fyrir stuðningsmenn. Um leið og Selfossliðið leggur af stað í bæinn munu þjálfararnir Gunni og Jói fara yfir liðsuppstillinguna og leikmenn gefa eiginhandaráritanir.

Rúturnar leggja af stað á leikinn kl. 14:00. Við ætlum að mæta tímanlega í stúkuna, njóta leiksins og drekka í okkur stemminguna. Við ætlum að taka stúkuna með trompi.

Klukkan 16:00 hefst úrslitaleikur Borgunarbikarsins þar sem Selfoss mætir Stjörnunni úr Garðabæ.

Þegar heim er komið, um kl. 20:00, er móttaka á vegum Sveitarfélagsins Árborgar í Hótel Selfossi (ath. breytt staðsetning). Að því loknu geta stuðningsmenn Selfoss takið til matar síns á glæsilegu hlaðborði og skvett úr klaufunum á dásamlegum dansleik á Hótel Selfossi. Hægt er að kaupa miða í matinn á leikdegi hjá Gissuri eða í síma 894-5070.

ÁFRAM SELFOSS