Upphitun fyrir Selfoss - Fjölnir í 1.deild karla

Selfoss - Fjölnir
Selfoss - Fjölnir

Á þriðjudaginn 26. febrúar klukkan 19:30 tekur Selfoss á móti Fjölni í 1.deild karla. Selfoss hefur unnið báðar viðureignirnar gegn Fjölni í vetur. Fyrst á heimavelli 27-21 og í Grafarvoginum 18-27. Það er því spurning hvort Selfoss skori 27 mörk þriðja leikinn í röð gegn Fjölni.

Fjölnir hefur á að skipa skemmtilegu liði sem hefur verið að byggjast á undanförnum árum. Þeir eru með 7 stig í neðrihluta deildarinnar í 6 sæti. Það má þó ekki vanmeta lið eins og Fjölnir sem vann til dæmis Gróttu á nesinu 27-29. Fjölnir hefur þó gengið illa í undanförnum leikjum og tapað síðustu 5 leikjum liðsins. Liðið var þó fyrir miklu áfalli á dögum þegar Grétar Eiríksson meiddist, hann hefur verið að bera þetta lið upp á undanförnu árum. Drengurinn var búinn að leika 8 leiki og skora 44 mörk. Það er þó Jónas Bragi Hafsteinsson sem er markahæstur í Fjölni með 76 mörk í 16 leikjum. Selfyssingurinn og fyrrverandi leikmaður Selfoss Brynar Örn Sigurdórsson sem hefur leikið 2 leiki með liðinu á tímabilinu. Næstur kemur Bjarni Ólafsson með 38 mörk í 15 leikjum. Markverðir liðsins eru svo Stefán Huldar Stefánsson og Arnar Sveinbjörnsson.

Gengi Fjölnis í deildinni: J-T-T-T-T-T-T-S-S-T-S-T-T-T-T-T

Selfoss náði með tapi í síðasta leik að segja bless við 1-3 sæti deildarinnar og þarf núna að halda sér í 4 sæti deildarinnar. Liðið hefur 17 stig í 4 sætinu eftir 16 leiki. Grótta er hinsvegar með leik til góða og einungis 1 stigi á eftir Selfossi. Það er því nauðsynlegt að Selfoss fari ekki að misstíga sig í næstu leikjum. Sérstaklega fyrir liðunum í neðri hluta deildarinnar. Það eru 3 leikir síðan liðið vann síðast leik í deildinni. Liðið er því hungrað í að ná í 2 stig og sérstaklega á heimavelli. En heimavalla árangur Selfoss er ekki glæsilegur 3 sigurleikir, 1 jafntefli og 4 töp. Kemur líklega engum á óvarta að Einar Sverrisson er ennþá markahæstur í Selfoss með 102 mörk í 16 leikjum. Næst markahæstur er Matthías Örn Halldórsson með 67 mörk í 16 leikjum. Þriðji markahæstur er svo hornamaðurinn knái Einar Pétur Pétursson. Í markinu munu svo Helgi Hlynsson og Sverrir Andrésson standa vaktina.

Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S-S-T-J-T

Minnum á að það verður forsala á undanúrslitaleik Selfoss og ÍR í Símabikarnum, sem fram fer þann 8. mars klukkan 17:15. Miðaverð er 1000 kr fyrir 13 ára og eldri. Einnig verður sala í sætaferðir með Guðmundi Tyrfingssyni en miðaverð í þær er einnig 1000 kr. Mikilvægt er að stuðningsmenn kaupi miðann af handknattleiksdeild Selfoss og styrki þannig deildina.

Einnig verða til sölu sérstakir VIP miðar á 10 þúsund krónur. Þar er verið að tala um fordrykk fyrir leik, sæti í VIP stúku, veitingar í hálfleik og mat eftir leik. Sérlega glæsilegt það og vonandi að fólk nýti sér þetta tilboð.

Áfram Selfoss!

1.deild karla 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. ÍBV 16 12 3 1 499:364 135 27
2. Víkingur 16 12 1 3 427:346 81 25
3. Stjarnan 16 11 3 2 476:368 108 25
4. Selfoss 16 8 1 7 424:398 26 17
5. Grótta 15 8 0 7 404:384 20 16
6. Fjölnir 16 3 1 12 364:481 -117 7
7. Þróttur 15 3 0 12 348:456 -108 6
8. Fylkir 16 1 1 14 352:497 -145 3