Úrslit í fimmta Grýlupottahlaupinu 2014

Grýlupottur 2014
Grýlupottur 2014

Fimmta Grýlupotthlaup ársins 2014 fór fram í roki og rigningu á Selfossvelli laugardaginn 24. maí. Alls tók 91 hlaupari þátt að þessu sinni og náði Helga Margrét Óskarsdóttir að hlaupa hraðast af stelpunum á tímanum 3,48 mín. og hjá strákunum fór Benedikt Fatdel Farag hraðast á tímanum 3,07 mín.

Úrslit úr hlaupum ársins má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

5. Grýlupottahlaup 2014

4. Grýlupottahlaup 2014

3. Grýlupottahlaup 2014

2. Grýlupottahlaup 2014

1. Grýlupottahlaup 2014

Sjötta og seinasta hlaup ársins fer fram nk. laugardag 31. maí. Skráning hefst í Tíbrá kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu og verður verðlaunaafhending laugardaginn 7. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.

Endaspretturinn er ávallt góður.
Mynd: Úr safni Umf. Selfoss