Vetraræfingar að hefjast

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Um leið og skólarnir hefjast fer vetrarstarfið hjá Umf. Selfoss af stað. Æfingar eru hafnar í handbolta, taekwondo og sundi en fimleikar og júdó hefjast í næstu viku.

Júdóæfingar hefjast þriðjudaginn 1. september en æfingatímar í júdó, sundi og taekwondo eru auglýstir í Dagskrá vikunnar og upplýsingar um æfingar í handbolta má finna á heimasíðu Umf. Selfoss.

Æfingatímar í fimleikum voru sendir á foreldra í vikunni þar sem æfingar hefjast mánudaginn 31. ágúst.