Vornámskeið í sundi

sundnámskeið168
sundnámskeið168

Sunddeild Umf. Selfoss og Gugga í Guggusundi halda vornámskeið í sundi fyrir börn 3.-14. júní.

Aldur: Börn fædd 2007 og 2008.  Einnig verður í boði skólahópur fyrir börn sem eru byrjuð í skóla og vilja bæta við kunnáttuna.

Skráning og upplýsingar í guggahb@simnet.is eða í síma 848-1626.  Skráning er hafin og henni lýkur 31.maí.

Sundnámskeiðin fara fram í innilaug Sundhallar Selfoss.  Kennt verður í 40 mín í senn.  Börnin koma ofan í án foreldra nema þörf þyki á öðru.

Foreldri eða annar aðili þarf að aðstoða börnin í gegnum búningsklefa fyrir og eftir tímana.

Námskeiðsgjald er kr. 11.000-

Guðbjörg H. Bjarnadóttir íþróttakennari og sundþjálfari mun sjá um kennsluna.