Zoran hættir sem þjálfari Selfoss

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss og Zoran Miljkovic hafa komist að samkomulagi um að Zoran láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Selfossi þegar í stað. Zoran tók við liði Selfoss síðastliðið haust og stýrði því í 1. deildinni á yfirstandandi keppnistímabili en hann stýrði liðinu einnig með góðum árangri tímabilin 2007 og 2008. Selfoss þakkar Zoran fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari meistaraflokks kvenna kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og mun stýra liðinu ásamt Jóni Steindóri Sveinssyni og Elíasi Erni Einarssyni sem verið hafa Zoran til aðstoðar.

Fréttatilkynning knattspyrnudeildar