Zoran tekur við Selfoss

Zoran M
Zoran M

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gengið frá ráðningu á Zoran Miljkovich sem þjálfara meistaraflokks karla. Zoran er að góðu kunnur á Selfossi þar sem hann þjálfaði liðið árin 2007 og 2008.

Tveir fyrrverandi leikmenn Selfoss, Jón Steindór Sveinsson fyrirliði til margra ára og Sævar Þór Gíslason markahæsti leikmaður Selfoss, verða ásamt Zoran í þjálfarateymi liðsins. Aðstoðarþjálfari verður ráðinn sérstaklega og verður tilkynnt um ráðningu hans á næstu dögum.

Zoran Miljkovic er fæddur í Serbíu árið 1965. Hann er sigursælasti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur á Íslandi og varð Íslandsmeistari fimm ár í röð með ÍA og ÍBV. Zoran er með UEFA-A þjálfaragráðu og þjálfað í Serbíu eftir að hann hætti að spila. Eins og áður segir var hann þjálfari Selfoss árin 2007 og 2008. Undir hans stjórn fór Selfoss upp úr 2. deild árið 2007 og endaði í þriðja sæti í 1. deild árið 2008.

Æfingar meistaraflokks hefjast formlega 1. nóvember n.k.

Stjórn Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss

---

Ljósmynd/Guðmundur Karl