2. flokkur lék gegn Haukum

Okkar menn í 2. flokki sóttu Hafnfirðinga í Haukum heim og var vitað að um erfiðan leik yrði að ræða. Sú varð raunin, en Selfyssingar komu sér í meiri vandræði en ella þar sem þeir hófu ekki leikinn fyrr en eftir 17 mínútur. Þá voru Haukar komnir sex mörkum yfir, en það bil náðu okkar menn ekki að brúa. Staðan í leikhléi var 16-11 fyrir heimaliðið. Okkar menn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og gerðu tvö fyrstu mörkin og fengu þrjú góð tækifæri að minnka muninn enn frekar en tókst það ekki. Hélst munurinn 3-4 mörk þangað til um 12 mínútur voru eftir en þá lentu okkar menn oft einum leikmanni færri og stundum tveimur og það nýttu Haukar sér eftir að okkar menn fóru illa að ráði sínu. Lokatölur því 29-22 fyrir Hauka. Of stór sigur að mati síðuritara en mikil framför frá því sem liðið sýndi í leiknum áður. Með sömu spilamennsku í þeim leik og liðið sýndi gegn Haukum hefði liðið eflaust unnið þann leik.

Vonandi læra þeir og mæta tvíefldir til leiks gegn UMFA.

 

Mörk Selfoss:
Jói Snær 5

Jóhann J 4

Árni Geir 3

Björn 3

Sverrrir 3

Jói Erlings 2

Gísli 2

 

Hemmi varði 13/1 og fékk á sig 18

Bogi varði 8 og fékk á sig 10

 

Strákarnir brutu 26 fríköst í leiknum en aðeins 1 fríkast fyrstu 17 mínútur leiksins.

Tapaðir boltar voru 17 sem er allt of allt of mikið.