230 milljóna sprengipottur

Áramótin verða sprengd upp með hvelli hjá Íslenskum getraunum því í boði verður einn stærsti vinningur ársins á enska getraunaseðlinum.

Tipparar reyndust getspakir síðasta laugardag og náði vinningsupphæðin fyrir 10 og 11 rétta ekki lágmarksupphæð.

Því færist vinningsupphæðin yfir á 13 rétta næstkomandi laugardag og má búast við að áramótapotturinn gefi nálægt 230 milljónum króna fyrir 13 rétta.

Lokað verður fyrir sölu kl. 14.00 laugardaginn 2. janúar.

Það verður heitt á könnunni milli kl. 11 og 13 hjá Selfoss getraunum í Tíbrá á laugardag.