3. flokkur gerði jafntefli við FH

3. flokkur karla mætti FH í seinustu viku en fyrir skömmu urðu FH-ingar bikarmeistarar í þessum flokki. Selfyssingar voru sterkari lengst af í leiknum og yfir mestan hluta hans. Það fór svo í lokin að FH-ingar náðu að knýja fram jafntefli 28-28 eftir að Selfoss hafi verið í lykilstöðu að vinna leikinn.

Selfyssingar léku mjög góðan sóknarleik lengi vel í leiknum. Vörnin var ágæt en á köflum vantaði þar uppá. Leikurinn sjálfur var mjög jafn allan tímann. Selfyssingar voru skrefinu á undan framan af leik en  undir lok fyrri hálfleik voru FH-ingar komnir yfir. Hálfleikstölur voru 14-14.

Baráttan í síðari hálfleik var mikil. Selfoss leiddi 19-17 en FH-ingar voru svo komnir 21-22 yfir. Voru FH-ingar yfir næstu mínúturnar eða upp í 24-25. Gerðu Selfyssingar þá þrjú mörk í röð og með pálmann í höndunum 27-25 yfir. FH-ingar náðu hins vegar að toga fram jafntefli í lokin 28-28.

Selfyssingar voru hundsvekktir eftir leikinn enda hefði þessi frammistaða vel átt að duga til sigurs gegn sterku FH-liði. Vörnin hefði kannski mátt vera öflugri í lengri tíma hjá okkar mönnum. Sóknarleikurinn hins vegar var frábær og réð vörn FH-inga illa við það sem Selfoss liðið var að gera.

Enn halda strákarnir  áfram að bæta sinn leik en á morgun er svo lokaleikurinn í deildinni þegar Selfoss mætir liði Aftureldingar. Er það leikur um sæti í úrslitakeppni og ætla strákarnir sér þar sigur.