4 fl. kvenna B lið Íslandsmeistari

Bæði lið voru stressuð í upphafi leiks og var staðan eftir tæpar 10 mín. 1-1 en svo náði Fylkisliðið forystu í leiknum 3-1. Okkar stlepur spiluðu frábæra vörn í fyrri hálfleik og náðu undirtökunum smám saman. Staðan í hálfleik var 5-7 fyrir Selfoss.

Í upphafi síðari hálfleiks þá náðu stelpurnar okkar mest 3 marka forystu 6-9 en þá misstu þær 1 leikmann útaf í  2 mín. og í kjölfarið náði Fylkir aftur yfirhöndinni og komst í 10-9. En stelpurnar okkar sýndu þá úr hverju þær eru gerðar og jöfnuðu 11-11 og unnu síðan boltann aftur. Þær fóru í sókn og náðu að skora sigurmarkið 20 sek. fyrir leikslok. Fylkir tók leikhlé en stelpurnar okkar náðu að koma í veg fyrir mark og tryggðu sér titilinn.

Til hamingju stelpur og allir Selfyssingar.

Unnið er í því að hafa uppá liðsmynd af stelpurnum og ef einhver á gott eintak þá endilega setjið ykkur í samband við Örn Guðnason framkvæmdastjóra UMFS.

Áfram Selfoss