5. flokkur 1 og 2 með frábæra uppskeru á Íslandsmóti

5. flokkur 2
5. flokkur 2

Helgina 27. - 28. apríl fór fram Íslandsmót yngri flokka í hópfimleikum. Mótið var fjölmennt og skiptist upp í 6 hluta. Í 2. hluta keppti 5. flokkur A og þar átti Selfoss 2 lið, 5. flokk 1 og 5. flokk 2.

Stelpurnar áttu góðan dag, þar sem leikgleðin var allsráðandi og uppskeran í takt við það. 5. flokkur 2 sigraði æfingar á gólfi en það geislaði af þeim í jöfnum og flottum æfingum. Þær lentu í 6. sæti samanlagt og unnu sér þar með inn þátttökurétt á GK-meistaramótinu sem fer fram í júní. Frábær árangur hjá þessum flottu framtíðarstjörnum.

5. flokkur 1 átti líka góðan dag, þar sem þær sýndu stórgóðar æfingar á öllum áhöldum og sigurðu dýnuæfingar, þar sem þær voru með hreinar og flottar æfingar. Þær lentu í 3. sæti samanlagt og unnu sér einnig rétt til keppni á GK-mótinu í júní. Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu liðum í framtíðinni.

5. flokkur 1

Innilega til hamingju með flotta uppskeru um helgina, iðkendur og þjálfarar. Áfram Selfoss!