98 strákarnir voru magnaðir gegn Gróttu

4.fl.
4.fl.

1998 liðið í 4. flokki karla fór á kostum á laugardag er þeir mættu Gróttu. Spiluðu strákarnir þar einn sinn allra besta leik í vetur og uppskáru flottan 31-26 sigur.

Liðið var gífurlega tilbúið frá byrjun og komst í 4-0. Liðið lék öflugan varnarleik framan af og bjó sér þannig til þetta forskot. Um miðjan hálfleikinn kemst Grótta inn í leikinn og fer að skora auðveldari mörk. Breyta Selfyssingar um vörn og var gaman að sjá strákana leysa það með þeim hætti sem þeir gerðu. Selfoss var 21-16 yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað verið meira yfir.

Í síðari hálfleik gerði Grótta áhlaup og minnkaði muninní 26-24. Nær komust þeir ekki því Selfoss lék  mjög góða vörn allan hálfleikinn og hélt þannig alltaf forskotinu. Sóknin fór aftur að skila í þessari stöðu og 31-26 lokatölurnar.

Þegar strákarnir berjast eins og þeir gerðu í þessum leik er allt mögulegt fyrir þá. Gaman var að sjá fjölmarga leikmenn skila til liðsins í þessum leik og einnig hversu mikil leikgleðin var í liðinu