Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSK

hsk_rgb
hsk_rgb

Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSK verður  haldinn í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 20:00.  Til aðalfundar er boðið fulltrúum frá aðildarfélögum Frjálsíþróttaráðs HSK og stjórn HSK. 16 aðildarfélög ráðsins eiga samtals rétt á að senda 38 fulltrúa á aðalfundinn. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Í 9. gr laga ráðsins segir: ,,Stjórn ráðsins skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár. Skulu þeir kosnir á aðalfundi þannig að annað árið eru kjörnir þrír en hitt árið tveir. Á aðalfundi er einnig kosinn skoðunarmaður reikninga og annar til vara”.

Á aðalfundi ráðsins 2013 voru Guðmunda Ólafsdóttir, Tómas Karl Guðsteinsson og Ingvar Garðarsson kosin til tveggja ára. Þeirra kjörtímabili er nú lokið en þau gefa öll kost á sér til áframhaldandi setu. Á aðalfundi ráðsins 2014 voru Benóný Jónsson og Jón Ágúst Reynisson kosnir til tveggja ára en þeir gefa hvorugir kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Því verður einnig kosið um þeirra sæti til eins árs.

Óskað er eftir tilnefningum í stjórn ráðsins og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við Guðmundu Ólafsdóttir formann ráðsins.