Ævintýrið úti hjá 3. flokki

HSI_Logo
HSI_Logo

Heilladísirnar voru ekki með Selfyssingum þann 1. maí þegar þriðji flokkur karla og kvenna léku til undanúrslita á Íslandsmótinu í handknattleik.

Stelpurnar mættu Fram á útivelli og máttu þola eins marks tap 20-19 í afar spennandi og skemmtilegum leik. Srelpurnar gáfu allt í leikinn og geta borið höfuðið hátt. Sennilega besti leikur þeirra í vetur, skipulagið gott, stemningin góð og þjálfarateymið vel með á nótunum en því miður dugði það ekki til.

Strákarnir tóku á móti Valsmönnum á heimavelli og máttu líka þola tap í spennuleik. Selfyssingar sem taldir voru mun sigurstranglegri hófu leikinn af krafti og voru yfir í hálfleik 13-9. Síðari hálfleikur var okkar mönnum hins vegar mjög erfiður og fór svo að lokum að Valsmenn unnu tveggja marka sigur 21-23.

---

Þrijði flokkur kvenna og karla.
Mynd: Umf. Selfoss

Handknattleikur 3. flokkur kk. 2013-2014