Afmælishóf knattspyrnudeildar

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Knattspyrnudeild Selfoss í samstarfi við minjanefnd deildarinnar býður til veislu í Tíbrá laugardaginn 19. desember.

Í tilefni af 60 ára afmæli deildarinnar þann 15. desember síðastliðinn hefur minjanefnd deildarinnar skipulagt skemmtilega dagskrá sem hefst með jólamat kl. 11:30.

Á sama tíma verður sigurvegurum í haustleik Selfoss getrauna veittar viðurkenningar.

Við hlökkum til að taka á móti þér og fjölskyldu þinni í jólastemmingu á laugardag,
Stjórn knattspyrnudeildar Umf. Selfoss.