Allar æfingar falla niður mánudag 7. desember - Uppfært

Beltapróf og HSK mót 2014 244
Beltapróf og HSK mót 2014 244

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá Almannavörnum ríkisins um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.

Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður. Nánari upplýsingar eru á fésbókarsíðum viðkomandi deilda og/eða æfingahópa eftir því sem við á.

Sundhöll Selfoss lokar kl. 14:00 í dag mánudaginn 7. desember og því falla allar æfingar hjá sunddeild niður.

Íþróttahúsin á Selfossi loka eftir kl. 13:00 í dag mánudaginn 7. desember og því falla allar æfingar hjá handknattleiksdeild niður.

Ungmennafélag Selfoss hvetur fólk til að fara að tilmælum Almannavarna og Veðurstofu Íslands og halda sig heima við þegar fárviðrið skellur á sunnanvert landið upp úr hádegi á morgun. Jafnframt minnum við foreldra og forráðamenn á að ákvörðun um hvort iðkendur mæti á æfingar þegar veðurspá er ótrygg er alltaf á ábyrgð foreldra.

Vonum að iðkendur og félagsmenn njóti morgundagsins í skjóli fyrir veðrinu.