Barros með þrennu gegn Fram

Elton Barros - vefur
Elton Barros - vefur

Selfoss vann í dag 3-1 sigur gegn Fram þegar liðin mættust í Lengjubikarnum. Það var Elton Barros sem skoraði öll mörk Selfyssinga.

Barros kom Selfyssingum í 1-0 með frábæru marki en staðan í hálfleik var 1-1. Hann skoraði svo tvö falleg mörk til viðbótar og tryggði Selfossi stigin þrjú í seinni hálfleik.

Selfoss hefur nú unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í fjórum leikjum en Fram hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum.

Næsti leikur liðsins er gegn Leikni R. í Egilshöllinni á morgun, laugardag 21. mars, og hefst kl. 15:00.