Besti árangur Selfoss frá upphafi

Guðmunda gegn Fylki 2014
Guðmunda gegn Fylki 2014

Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu fór fram á JÁVERK-vellinum á laugardag þegar stelpurnar okkar tóku á móti Valskonum. Liðin sættust á skiptan hlut og þar sem önnur úrslit voru okkur hagstæð endaði liðið í fjórða sæti deildarinnar sem er besti árangur Selfoss frá upphafi.

Blake Stockton og Guðmunda Brynja Óladóttir komu Selfoss tvisvar yfir í leiknum en Valur jafnaði metin jafnharðan. Þetta var tólfta mark Gummi í sumar og varð hún næstmarkahæst í deildinni ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss endaði í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig og 13 mörk í plús. Allt er þetta bæting á besta árangri liðsins frá upphafi. Glæsilegu sumri lokið hjá stelpunum okkar

---

Guðmunda skoraði seinna mark Selfoss.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl