Bikarúrslit yngri flokka – Allir í Höllina!

Eins og fram hefur komið á síðunni hafa tvö lið frá Selfossi tryggt sér sæti í bikarúrslitaleikjum yngri flokka sem fram fara í Laugardalshöll næstkomandi sunnudag. 4. flokkur karla spilar klukkan 12:00 gegn FH og 2. flokkur karla spilar klukkan 19:00 á móti Val.

Viljum við hvetja alla Selfyssinga til að mæta í Höllina og styðja okkar lið áfram í þessum skemmtilegu leikjum.