Blandað lið Selfyssinga bikarmeistari

Fimleikar - Bikarmeistarar 2016
Fimleikar - Bikarmeistarar 2016

Blandað lið Selfyssinga gerði sér lítið fyrir og sigraði á bikarmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Ásgarði sunnudaginn 6. mars. Þetta er annað árið í röð sem Selfyssingar taka bikarmeistaratitilinn í meistaraflokki.

Lið Selfyssinga sigraði með þó nokkrum yfirburðum með 53,050 stig. Lið Gerplu varð í öðru sæti með 51,566 stig og þar á eftir lið Stjörnunnar með 47,233 stig. Liðið mætti fullt af sjálfsöryggi og sýndi æfingar sínar á öllum áhöldum með miklum tilþrifum og glæsileika en á þó helling inni á trampólíninu.

tb

---

Liðsmenn og þjálfarar voru kampakátir með frábæran árangur.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss

Fimleikar - Þjálfarar bikarmeistaranna Fimleikar - Bikarmeistarar 2016