Breki í Selfoss

breki
breki

Þorlákur Breki Baxter er genginn til liðs við Selfoss og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Breki kemur frá Hetti á Egilsstöðum. Þrátt fyrir ungan aldur lék hann 17 leiki fyrir Hött í sumar og skoraði í þeim fjögur mörk. Breki er fæddur árið 2005.

Breki leikur framarlega á vellinum en hann getur spilað á báðum köntum og sem fremsti maður. Breki var undir smásjá margra liða en valdi Selfoss. Við bjóðum Breka hjartanlega velkominn á Selfoss og við hlökkum til að sjá hann í vínrauðu í sumar og næstu árin!