Dagný best í seinni umferð - Gumma í úrvalsliði

Knattspyrna Lið seinni umferðar PD
Knattspyrna Lið seinni umferðar PD

Fyrir helgi var tilkynnt um þá leikmenn, þjálfara, stuðningsmenn og dómara sem þóttu standa upp úr í seinni hluta Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna og eru þeir neðangreindir.

Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss var valin besti leikmaðurinn auk þess sem Guðmunda Brynja Óladóttir er í úrvalsliði umferða 10-18.

Liðið er þannig skipað:

Markmaður: Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Vörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan), Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik), Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik), Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)

Miðja: Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss), Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik), Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)

Framherjar: Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss), Klara Lindberg (Þór/KA)

Besti leikmaður: Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)

Besti þjálfari: Þorsteinn Halldórsson (Breiðablik)

Bestu stuðningsmenn: (Breiðablik)

Besti dómari: Bríet Bragadóttir

---

Verðlaunahafar úr seinni umferð Pepsi-deildarinnar.
Ljósmynd: Myndasafn KSÍ.