Dagný María keppir á EM

Taekwondo Dagný María úr texta
Taekwondo Dagný María úr texta

Helgina 22.-25. október  keppir Dagný María Pétursdóttir í kyorugi (bardaga) á EM Junior sem haldið er í Daugavpils í Lettlandi.

Dagný var valin af Chago Rodriguez landsliðsþjálfara til að keppa á þessu móti ásamt einni annari stelpu og fjórum strákum.

Gaman er að sjá hversu miklum og stórstígum framförum Dagný hefur tekið á stuttum tíma. Hún æfir með Team Nordic og hefur mætt á allar æfingabúðir sem hópurinn hefur haldið. Þess á milli æfir hún hjá bróður sínum Daníel Jens Péturssyni, yfirþjálfara taekwondodeildar undir dyggri stjórn master Sigursteins Snorrasonar.

Stjórn Taekwondodeildar Ungmennafélags Selfoss óskar Dagnýju Maríu góðs gengis á mótinu.

pj

---

Dagný María tekur hliðarspark eða „jop chaki" á kóresku.
Ljósmynd: Umf. Selfoss.