Egill Blöndal á leið til Japan

Júdó - Egill á leið til Japan
Júdó - Egill á leið til Japan

Egill Blöndal júdómaður í Selfoss hefur undanfarið verið við æfingar í Frakklandi ásamt Akureyringnum Breka Bernharðssyni. Þar hafa þeir félagar æft með nokkrum af sterkustu júdómönnum Frakklands svo sem Loic Pietri sem vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Rio de Jeneiro 2013, brons 2014 og silfur 2015.

Þá voru þeir félagar í ólympíuæfingabúðunum í Nymburk Tékklandi þar sem einnig voru við æfingar Ilias Iliadis ólympíumeistari, þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur Evrópumeistari sem og Teddy Riner áttfaldur heimsmeistari.

Þeir Egill og Breki eru síðan á leiðinni til Japan um miðjan apríl til æfinga í einn mánuð og verða þá tilbúnir að mæta á Norðurlandamót í Noregi í maí. Í september mun  Egill taka þátt á Evrópumeistaramótinu á Spáni.

gs

---

Egill á góðri stundu á íslenskri grundu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss