Egill Blöndal valinn efnilegasti júdómaður Íslands

Egill Blöndal Ásbjörnsson, júdódeild Umf. Selfoss, var fyrir nokkru valinn efnilegasti júdómaður landsins af Júdósambandi Íslands. Egill, sem er aðeins 16 ára, náði frábærum árangri á árinu. Hann varð í öðru sæti í 15-16 ára flokki á Norðurlandamótinu og vann auk þess brons á Sweden Open International í haust. Egill hefur æft júdó í fjögur ár hjá júdódeild Selfoss. Fyrir einu og hálfu ári síðan var hann valinn í landsliðið og hefur síðan farið fimm sinnum í keppnisferðir erlendis. Í þessum fimm ferðum hefur hann fjórum sinnum unnið til verðlauna. Frábær viðurkenning á góðu starfi júdómanna á Selfossi.