Egill og Þór valdir í landsliðið í júdó

Norðurandamótið í júdó fer fram helgina 26.-27. maí í Lindesberg, sem er skammt fyrir norðan Stokkhólm.Keppt verður í flokkum karla og kvenna auk unglinga frá U17. Tveir drengir úr júdódeild UMFS voru valdir í landsliðið, þeir Þór Davíðsson og Egill Blöndal.

Í landsliðinu eru Sveinbjörn Iura Ármanni, Kristján Jónsson JR, Þór Davíðsson UMFS, Kjartan Magnússon ÍR, Gísli Haraldsson ÍR, Sigurpáll Albertsson UMFG, Karl Stefánsson KA, Helga Hansdóttir KA, Logi Haraldsson JR, Egill Blöndal UMFS og Eiríkur Ingi Kristjánsson JR.

Þeir Þór og Egill hafa verið í ströngum æfingum í vetur og árangur þeirra á mótum verið mjög góður. Undanfarið hafa þeir undirbúið sig fyrir Norðurlandamótið og æfingar verið enn stífari. Þeir hafa æft alla daga, og m.a. verið á sameiginlegum landsliðsæfingar hjá Júdófélagi Reykjavíkur undir stjórn landsliðsþjálfarans Bjarna Friðrikssonar 6. Dan. Þeir Þór og Egill eru til alls vísir og eiga góðan möguleika að krækja sér í verðlaun á þessu sterka Norðurlandamóti sem fram fer í Svíþjóð um næstu helgi. 

-gs/ög