Einar Sverris spilaði með u20 landsliðinu í Tyrklandi

Einar Sverrisson fór með U-20 ára landsliði Íslands í handknattleik til Tyrklands í júlí s.l en liðið tók þar þátt í lokakeppni Evrópumóts liða í þessum aldursflokki.

Að spila með unglingalandsliði og taka þátt í stórmóti fylgir mikil vinna og kostnaður.  Einari langar að  koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstaklinga sem styrktu hann til fararinnar. Fyrst ber að þakka Íslandsbanka sem styrkti hann rausnarlega en önnur fyrirtæki voru SG-Hús, Selós, Baldvin og Þorvaldur, Tannlæknastofa Halls og Petru, Fiskbúð Suðurlands, TRS, Rakarastofa Björns og Kjartans og Set. Einnig ber að þakka þeim fjölmörgu einstaklingum sem styrktu hann með kaupum á miðum í happdrætti sem strákarnir í liðinu efndu til.