Eva María í hástökkskeppni EM U23
Eva María Baldursdóttir Umf. Selfoss stóð sig frábærlega er hún vippaði sér yfir 1.77m í fyrstu tilraun á EM U23 sem fram fór í Bergen þann 17.júlí. Árangur Evu Maríu skilaði henni í 15.sæti keppninnar, eingöngu einu sæti frá úrslitakeppni hástökksins en 14 stúlkur komust í úrslitakeppnina sem fram fer þann 19.júlí nk. Eva María var komin yfir 1.81 en felldi naumlega með hælunum en sú hæð hefði skilað henni í úrslitakeppnina. 28 stúlkur tóku þátt í hástökkskeppninni en þær 14 stúlkur sem komust í úrslit stukku allar yfir 1.81m.Frábær árangur hjá Evu Maríu en hún hefur hæst stokkið yfir 1.84m á þessu ári.

Eva María sæl að lokinni góðri keppni á EM U23