Feðgar í U-18

HSI
HSI

Fjórir Selfyssingar voru valdir í hóp U-18 ára landsliðs karla sem tekur þátt í Sparcassen cup í Merzig í Þýskalandi milli jóla og nýárs en liðið kemur saman til æfinga 20.-22. desember.

Hægri skyttan Teitur Örn Einarsson er í liðinu sem er stýrt af Kristjáni Arasyni og Selfyssingnum Einari Guðmundssyni sem jafnframt er faðir Teits Arnar. En þessir knáu handboltafeðgar eru Selfyssingum að góðu kunnir.

Selfyssingar eigi einnig stóran hluta í vinstri skyttum liðsins því Örn Östenberg og Bjarni Ó. Valdimarsson eiga báðir ætt og uppruna á Selfoss.