Fimleikastelpur bjóða kleinur og marengstertur

Meistarahópur Selfoss í fimleikum hafa undanfarið verið að safna fyrir nýjum keppnisgöllum. Stelpurnar hafa gengið í fyrirtæki á svæðinu og boðið myndarlegar nýsteiktar kleinur eða glæsilegar marengstertur sem starfsmenn fyrirtækjanna geta gætt sér á fyrir páskahátíðina. Vel hefur verið tekið á móti stelpunum en þær munu sækja pantanir á mánudag og afhenda baksturinn glænýjan á þriðjudagsmorgun. Keyrt er heim að dyrum. Kleinurnar eru seldar 15 saman í pakka og kostar pokinn 1000kr en terturnar kosta 3500kr. stk.   
Eins má senda pantanir á grenigrund@islandia.is. Stelpurnar þakka kærlega fyrir stuðninginn.

Keppnisgallar meistarahópsins eru orðnir gamlir og þreyttir og þurftu endurnýjun lífdaga. Keppnisgallarnir duga í 3-4 ár, jafnvel lengur. Þeir eru sérsaumaðir í Bandaríkjunum og kostar hver búningur rúmar 30.000 kr.  Fimleikadeildin mun varðveita og hafa eignarrétt á göllunum.