Fjögur lið frá Selfossi í undanúrslitum bikars

Með sigri 3. flokks kvenna á Fylki í gær urðu stelpurnar fjórða liðið frá Selfossi sem tryggir sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Áður hafði 3. flokkur karla sigrað Gróttu 32-20, 4. flokkur karla sigrað KR 25-14 og 2. flokkur karla sigrað Aftureldingu 28-26, en þeir sigrar voru einnig í 8-liða úrslitum.

Búið er að draga í undanúrslit og fær Selfoss þar þrjá heimaleiki!
2. flokkur karla spilar á heimavelli gegn FH 
3. flokkur karla spilar á útivelli gegn Fram 
3. flokkur kvenna spilar á heimavelli gegn Haukum 
4. flokkur karla spilar á heimavelli gegn ÍBV eða Haukum

Það eru svo sannarlega skemmtilegir leikir framundan hjá handboltafólki okkar sem þau munu vonandi njóta til fullnustu að spila, enda ekki sjálfgefið að komast langt í bikar. Dagsetningar á leikina liggja ekki fyrir en verða auglýstar á heimasíðunni síðar. Núna reynir á hjá Selfoss liðunum að taka næsta skref og tryggja sér sæti í úrslitaleikjunum sem spilaðir eru í sjálfri Laugardalshöllinni. Allt er mögulegt, en jafnframt ljóst að allt þarf að smella hjá liðunum til að það gangi upp.

Áfram Selfoss